Haldið verði áfram með Listaháskólann

Verðlaunatillagan að húsi Listaháskólans.
Verðlaunatillagan að húsi Listaháskólans.

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að haldið verði áfram með áform um nýja byggingu skólans, þrátt fyrir hremmingar í efnahagslífinu. Meðal samstarfsaðila skólans í verkefninu hefur verið Samson Properties, dótturfélag Novator Properties, sem er í eigu Björgólfsfeðga.

„Það er mikilvægt fyrir mennta- og menningarstarf í landinu að þessum framkvæmdum verði haldið áfram,“ segir Hjálmar og segir skólann áfram vilja vinna að því að byggingin rísi við Laugaveginn. Spurður hvort til greina komi að hverfa aftur til áforma um lóð undir skólann í Vatnsmýrinni segir Hjálmar að skólinn vilji helst horfa til miðbæjarins.

Ekki náðist í forsvarsmenn Samson Properties í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert