Ráðstafanir gerðar vegna peningamarkaðssjóða

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson mbl.is/Brynjar Gauti

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á blaðamannafundi, að verið væri að leita leiða til að koma að minnsta kosti hluta af peningamarkaðssjóðum bankanna í það form að fólk tapi ekki á að eiga þar fé. Ekkert væri gefið um það fyrirfram, að fólk sé að tapa aleigu sinni eins og margir hafi óttast.

Björgvin sagði, að enginn hefði tapað neinu fyrirfram en það yrði að koma í ljós þegar viðskipti hæfust á ný með sjóðina hvernig staða þeirra væri.

Björgvin sagði, að margar leiðir væru færar í þessu sambandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert