Starfsmenn enn í óvissu

Enn ríkir fullkomin óvissa um stöðu starfsmanna hjá Glitni og Kaupþingi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirtækin þurfi að gera ráð fyrir miklum uppsögnum líkt og hjá Landsbanka en starfsfólk uggir nú mjög um sinn hag.

,,Við höfum ekki heyrt neitt ennþá en við erum farin að búa okkur undir slæm tíðindi, segir Anna Karen Hauksdóttir, formaður starfsmannafélags Glitnis. Hún segir fréttirnar af uppsögnum innan Landsbanka í vikunni hafa verið mjög slæmar en léttir að heyra að ríkið ætli sér að uppfylla kjör kjarasamninnga.

,,Við vonum að svipaðar aðgerðir komi ekki til hjá Glitni því hér hefur verið skorið niður jafnt og þétt allt árið og í heildina hefur starfsfólki fækkað um 240. Það er því ekki ofmannað,“ segir Anna. Hún segir það erfitt ef fólk fer inn í helgina í dag án þess að nokkrum spurningum sé svarað. ,,Nú þegar eru komnar tvær vikur af óvissu og það er allt of langt.“ Hún segir stéttarfélagið hafa óskað eftir upplýsingum en málin séu auðvitað þess eðlis að erfitt sé að upplýsa starfsfólk. Hún segist þó vænta þess að fá fréttir annaðhvort í dag eða fljótlega eftir helgi.

Mikil óvissa

Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, formaður starfsmannafélags Kaupþings, sagði líkt og Anna að þeim hefðu engar fregnir borist af niðurskurði. ,,Hér er auðvitað mikil óvissa og fólk er kvíðið. Það fer ekki vel með neinn að bíða frétta af mögulegum uppsögnum.“ sigrunerna@mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert