Fjórir mánuðir fyrir stuld á nærbrókum og ilmvatni

Kona var dæmd í fangelsi fyrir stuld á tvennum nærbrókum …
Kona var dæmd í fangelsi fyrir stuld á tvennum nærbrókum og ilmvatnsglasi

Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið fyrir að hafa stolið tvennum nærbrókum og ilmvatnsglasi í Hagkaupum í Skeifunni. Verðmæti munanna er alls 6.677 krónur. Játaði konan brot sitt skýlaust. Var henni einnig gert að greiða laun verjanda síns, rúmar 62 þúsund krónur.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hefur frá árinu 2003 hlotið átta refsidóma, þar af sjö fyrir þjófnað,  auk dóma fyrir skjalafals og auðgunarbrot. Var það henni virt til refsiþyngingar að hún rauf skilorð frá því í febrúar með broti sínu nú auk þess ítrekuð brot höfðu einnig áhrif. Með hliðsjón af því að brot ákærðu var smávægilegt þykir rétt að ákveða að fullnustu þriggja mánaða refsingarinnar skuli frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi konan almennt skilorð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert