FÍA hvetur fólk til að styðja íslenskt flugfélag, ekki breskt

Merki Iceland Express.
Merki Iceland Express.

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóhannes Bjarni Guðmundsson, skrifar á vef félagsins að það sé nauðsynlegt að velja íslenskt með því að styrkja íslenskt atvinnulíf. Ef farmiði sé keyptur með félagi eins í Iceland Express sé verið að kaupa miða með breska flugfélaginu Astreus.

„Í tilefni atburða undanfarna daga telur FÍA rétta að það komi skýrt fram að til að styrkja íslenskt atvinnulíf sé nauðsynlegt að velja íslenskt, þar á meðal að fljúga með íslenskum flugfélögum frekar en erlendum samkeppnisaðilum.

Það skal því áréttast að ef keyptur er farmiði, eins og með Iceland Express, er í raun verið að kaupa miða með breska flugfélaginu Astreus, þar sem flogið er á þeirra flugvélum með breskum flugmönnum og á bresku flugnúmeri. Það flug fellur í einu og öllu undir reglur „vina" okkar Breta sem hafa staðið svo vel við bakið á okkur í hremmingum undanfarinna daga eins og raun ber vitni," að því er fram kemur á vef FÍA.

Í gær sendi Iceland Express frá sér fréttatilkynningu þar að lútandi að félagið væri í viðræðum um kaup á tveimur þotum.

Athugasemd Iceland Express 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert