Starfsemi Gæslunnar í lágmarki

mbl.is

Landhelgisgæslan hefur dregið úr notkun tækja eins og mögulegt er, segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar. „Við siglum lítið og fljúgum lítið en erum með öll tæki til taks,“ segir hann. „Við erum með mannskap á varðskipunum, allar vaktir eru í gangi í fluginu en við gerum lítið annað en að sinna neyðartilfellum. Starfsemin er í algeru lágmarki.“

Hann segir jafnframt að þær æfingar sem krefjist olíunotkunar eða notkunar á dýrum tækjum séu ekki framkvæmdar nema rétt til að halda mönnum í þjálfun. „Við notum tímann til að æfa ýmislegt annað sem ekki kostar peninga, t.d. reykköfun, meðferð á tækjum um borð í skipum og sinnum viðhaldi.“ Georg segir hinsvegar að nægar olíubirgðir séu til og sé Gæslan fær um að bregðast skjótt við og halda hvert sem er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka