Jafngildir vantrausti á Seðlabanka

Jón Magnússon þingflokksformaður Frjálslynda flokksins segir sérkennilegt að Fjármálaeftirlitið sé að reka banka.  Fjármálaeftirlitið sé fyrst og fremst eftirlitsstofnun með bönkunum. Eðlilegast hefði verið að fela Seðlabankanum slíkt hlutverk og það jafngildi vantrausti á Seðlabankann að það hafi ekki verið gert.

Orð þingflokksformannsins eru athyglisverð ekki síst fyrir þær sakir að sonur hans er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Jón Magnússon segist ævinlega víkja ef Fjármálaeftirltið ber á góma og hann blandi sér ekki í umræður um stofnunina. Hann geti þó haft skoðun á því hvort mál séu í réttum farvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert