Káfaði á 13 ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag tæplega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa lagst við hlið 13 ára stúlku sem hafði verið í samkvæmi á heimili han og káfað á henni innan klæða. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa gefið stúlkunni og litlu eldri vinkonu hennar áfengi.

Auk þess var maðurinn sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Hann hafði hlotið samtals fjögurra mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt tveimur dómum frá 3. nóvember 2005 og 1. febrúar 2006. Í samræmi við 60. gr. almennra hegningarlaga voru þessir dómar teknir upp og málin dæmd í einu lagi. Var niðurstaða héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta sex mánaða fangelsi staðfest. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða yngri stúlkunni miskabætur að fjárhæð 150.000 krónur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert