Magnús ráðinn ríkissáttasemjari

Magnús Pétursson.
Magnús Pétursson.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008.

Magnús tekur við af Ásmundi Stefánsssyni, sem óskaði eftir lausn frá embætti.

Skipað er í embætti ríkissáttasemjara á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert