Rannsaka sig sjálfir

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Almenningur hefur þá óþægilegu tilfinningu að þeir sem komu efnahag landsins í kaldakol séu að burðast við að rannsaka sig sjálfir. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í dag og vildi svör frá forsætisráðherra um hvort ekki þyrfti að koma þeirri opinberu rannsókn sem fara á fram í farveg skjótt og það áður en gögn glatast. Að þeirri rannsókn þyrfti Alþingi að koma.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tók undir það og sagði eðlilegt að Alþingi hefði ákveðna forystu við gerð svonefndrar hvítbókar. Sagðist hann myndu beita sér fyrir því að rannsókninni verði komið í farveg sem ekki verði deilt um. Nógar aðrar deilur séu í þjóðfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert