Sviptur ökurétti saklaus en fær ekki bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkissjóð af miskabótakröfu manns sem saklaus hafði verið sviptur ökuréttindum í átta mánuði.

Maðurinn var tekinn grunaður um meinta ölvun við akstur og í kjölfarið var hann sí Héraðsdómi Reykjavíkur sviptur ökuréttindum í 12 mánuði og dæmdur til greiðslu sektar. Maðurinn undi ekki niðurstöðunni og áfrýjaði til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar var maðurinn sýknaður þar sem ekki var talið að fram hefði komið nægileg sönnun fyrir því að hann hefði gerst sekur um ölvunarakstur. Áður en maðurinn afhenti lögreglu ökuskírteini sitt eftir niðurstöðu héraðsdóms, óskaði maðurinn eftir því að hann yrði ekki sviptur ökuréttindum fyrr en niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir. Ríkissaksóknari hafnaði þeirri beiðni mannsins.

Dómur í málinu gekk í Hæstarétti átta mánuðum og einum degi eftir að maðurinn hafði af hérðasdómi verið sviptur ökuréttindum og dæmdur til greiðslu sektar. Hann krafðist misakbóta vegna tjóns sem hann taldi að hann heðfi orðið fyrir.

Því var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun á þeim grundvelli að svipting ökuréttar sé ekki refsing í skilningi refsilaga. Innheimta sektar sem manninum hafði verið gert að greiða hafði ekki verið innheimt vegna áfrýjunar til Hæstaréttar.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert