Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenýa

Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC í Nairóbí í Kenýa. Skrifstofan er neðri hæð starfsmannahúss og voru þrjár konur fyrir í húsinu. Sigurrós Friðriksdóttir sem er íslenskur liðsmaður ABC var ein á neðri hæðinni þegar 4 vopnaðir menn komu inn í húsið. Þeir skipuðu Sigurrós að fara upp og þar bundu þeir konurnar og kefluðu og límdu fyrir munn þeirra á meðan þeir tóku allt fémætt, samkvæmt upplýsingum frá ABC.

Starfið var í mikilli fjárþörf fyrir ránið og er nú í afar brýnni þörf fyrir hjálp. Heimilið er algjörlega peningalaust en um 260 börn búa nú á heimilinu. Vegna fjárskorts undanfarna daga og vikur hefur starfsfólk ABC verið að endurmeta aðstæður barnanna þar sem ekki hefur nægilegt rekstrarfé borist frá Íslandi. Alls ganga nú um 600 börn í skóla í Nairóbí vegna hjálpar ABC.


Sjá nánar á vef ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert