Ógnaði skipverjum með hnífi

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í kvöld ungan karlmann sem ógnaði skipverjum með hnífi um borð í bát í kvöld, sem bundinn var við bryggju í Sandgerði. Félagar mannsins höfðu samband við lögregluna, sem óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar. Hún var hins vegar afturkölluð þegar maðurinn kom sjálfviljugur út úr bátnum.

Að sögn lögreglu var maðurinn undir áhrifum áfengis. Tilkynning barst um kl. 21 í kvöld og fór lögreglan á Suðurnesjum á staðinn. Hún náði að tala manninn til og róaðist hann á endanum. Hann af sig fram við lögregluna sem handtók hann. Sérsveitin var hins vegar ekki komin á staðinn og var því beiðni um aðstoð hennar afturkölluð.

Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til né hversu margir skipverjar voru um borð í bátnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert