Bretar og Hollendingar takmarka ábyrgð á innstæðum

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Ísland hefur ekki nýtt sér heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum í bönkum við ákveðna aðila, líkt og heimild er til í tilskipun Evrópusambandsins. Árið 2006 var athygli íslenska viðskiptaráðuneytisins vakin á að ef til vill ætti Ísland að nýta sér heimildina. Ári síðar var málið sett í nefnd. Bretar og Hollendingar eru meðal þeirra þjóða sem hafa nýtt sér öll undanþáguákvæði tilskipunarinnar.

Eins og margoft hefur komið fram er ætlunin að semja um ábyrgðir íslenska ríkisins á innstæðum á Icesave-reikningum Landsbankans. Í tilskipun ESB þar sem mælt er fyrir um innstæðutryggingarnar, og virðist ætla að reynast Íslendingum dýr, er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er misjafnt hversu aðildarlönd ESB hafa gengið langt við að nýta sér heimildina. Norðurlöndin hafi almennt ekki nýtt sér hana en Bretar og Hollendingar séu meðal þeirra þjóða sem nýta sér allar þessar heimildir.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag fékk viðskiptaráðuneytið ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Þetta var í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin hélt fjölmarga fundi en hefur ekki formlega lokið störfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert