Davíð kallaður fyrir þingnefnd

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans.
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. mbl.is/Sverrir

Viðskiptanefnd Alþingis ákvað í morgun að kalla Davíð Oddsson seðlabankastjóra á fund sinn til að skýra frá þeim upplýsingum sem hann segist búa yfir um beitingu hryðjuverkalaga í Bretlandi gegn íslenskum bönkum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Fram kom að Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, lagði til í morgun að Davíð yrði kallaður fyrir nefndina. Er ætlast  til að Davíð mæti á næsta fund, eftir viku. Sagði Árni nauðsynlegt að opinberir embættismenn skýri frá þeirri vitneskju sem þeir hafi í þessu máli. Eins þurfi hann að skýra verklag Seðlabankans í veitingu upplýsinga um fjármálalegan stöðugleika frá því í maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert