Séreignin færð niður um 16,8%


Gerð hefur verið 16,8% varúðarniðurfærsla á skuldabréfum séreignardeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þetta er ekki endanleg afskrift á eignunum, heldur verða þær endurmetnar síðar. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjóðsfélaga á Grand hótel fyrr í kvöld. Þorbjörn Guðmundsson formaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Kristján Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri sjóðsins fóru yfir stöðu og rekstur sjóðsins en Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða fjallaði um áhrif fjármálakreppunnar á rekstur lífeyrissjóðanna í landinu.

Á fundinum kom einnig fram að nafnávöxtun í tryggingadeild Sameinaða lífeyrissjóðsins er -12,9% fyrstu 10 mánuði þessa árs. Skuldbindingar umfram eignir sjóðsins voru 11,3% í lok október.

Á fundinum kom fram að þar til aðstæður á fjármálamörkuðum skýrast verður haldið áfram að ráðstafa öllum nýjum iðgjöldum séreignardeildar á innlánsreikninga sem njóta ríkisábyrgðar.

Frétt á síðu Sameinaða lífeyrissjóðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert