Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Rax

Verið er að skoða möguleika á því að setja upp Pappírsverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun. Það er dótturfyrirtæki Papco hf í Reykjavík, Icelandic Paper, sem stendur að þessu verkefni, að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurglugganum.is.

Haft er eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco, er um að ræða 7000 fermetra verksmiðju með um 30.000 tonna framleiðslugetu á ári. Fyrirhugað er að verksmiðjan framleiði pappír fyrir neytendavörur eins og eldhúsrúllur, servíettur og salernispappírr og færu um 25,000 tonn til útflutnings á markaðsvæði í Evrópu, Bretlands og Norðurlanda en  hitt til framleiðslu Papco.

Verksmiðjan yrði staðsett á iðnaðarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun, en uppsetning verksmiðjunnar miðast við að nýta affalssvatns frá virkjuninni.

Þórður segir að beðið sé eftir úrskurði Skipulagsstofnunar um það hvort verksmiðjan þurfi að fara í umhverfsimat en bæjarráð Ölfuss hafi þegar gefið umsögn um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í mat.

amkvæmt upprunarlegum áætlunum Icelandic Paper er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun árið 2010, en í henni verða til um 35-40 störf. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði starfrækt allan sólarhringinn með framleiðslu á 100 tonnum á sólahring.

Þórður segir vel hafa gengið að fjármagna verkefnið og að áhugi sé mikil fyrir verkefninu erlendis, en núverandi ástand sé vissulega óstöðugt.

Suðurglugginn.is 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert