Forsetinn sendir Indverjum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Gunnar G. Vigfússon

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til forseta Indlands, Pratihba Patil, vagna hryðjuverkaárásanna í Mumbai að því segir í bréfi frá forsetaskrifstofunni.

Í bréfinu kom fram að árásir hryðjuverkamanna á íbúa og ferðamenn í hinni friðsömu Mumbai væru atlaga að lýðræðislegu samfélagi, ekki aðeins á Indlandi heldur einnig á veraldarvísu.

Hugur Íslendinga væri með indversku þjóðinni enda mæti þjóðin mikils þá vináttu sem Indverjar hefðu í vaxandi mæli sýnt Íslendingum á undanförnum árum.

Nýr sendiherra Indlands á Íslandi, Sivaraman Swaminathan, afhendir forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í dag en hann er fyrsti sendiherra Indlands gagnvart Íslandi sem hefur búsetu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert