Búist við stormi austan- og suðaustanlands seint í nótt

Vindaspá kl. fimm í nótt. Blái liturinn táknar mikið hvassviðri. …
Vindaspá kl. fimm í nótt. Blái liturinn táknar mikið hvassviðri. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, en búist er við stormi austan- og suðaustanlands seint í nótt og fram eftir degi.

Gert er ráð fyrir norðanátt víða 8-15 m/s. Él fyrir norðan og austan, en bjartviðri sunnan -og vestanlands. Norðan 18-25 og snjókoma austan- og suðaustanlands seint í nótt, en talsvert hægari og úrkomuminna síðdegis á morgun.

Annars staðar breytist veður lítið. Frost 1 til 10 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert