Gatnamótin opnuð klukkan ellefu

Hringtorgið sem opnað verður í dag.
Hringtorgið sem opnað verður í dag. mbl.is/RAX

Mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar verða opnuð fyrir umferð klukkan 11.00 fyrir hádegi í dag. Verktakar eru Suðurverk og Skrauta.  Endanleg verklok eru í júlí 2009.

Vegir eru víðast auðir á Suðurlandi en þó eru sumstaðar hálkublettir í uppsveitum. Svipað er að segja um Vesturland, þar er mjög víða autt þótt hálkublettir séu á nokkrum leiðum, að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Á Vestfjörðum eru víða hálkubletir. Eyrarfjall er ófært. Á Norðurlandi er víða éljagangur og snjóþekja en allar helstu leiðir eru opnar.

Á Austurlandi er víðast hvar snjóþekja og einhver skafrenningur. Varað er við stórhríð er á Oddsskarði.

Breiðdalsheiði og Öxi eru báðar ófærar.

Þá minnir Vegagerðin á að vestan Reykjanesbrautar hafa að- og fráreinar við Vífilsstaðarveg verið opnaðar.

Austan Reykjanesbrautar hafi Vífilsstaðarvegi hins vegar verið lokað og er aðkoma að Vífilsstöðum um Hnoðraholtsbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert