Endurvakin sjálfstæðisbarátta

Um eitt þúsund manns mættu á þjóðfund á Arnarhóli í kulda og trekki um miðjan dag  þar sem krafist var breytinga í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Lítill hópur gekk niður Laugaveginn áleiðs á fundinnn og fylgdu honum trukkar sem lágu á flautunni.

Fyrr um daginn var Davíð Oddssyni hent út úr Seðlabankanum með táknrænni athöfn af Evu Hauksdóttur sem söng vargastefnu til höfuðs ríkisstjórninni.  

Þorvaldur Gylfason hagfræðingur var einn frummælenda á Arnarhóli og sagði meðal annars að fylgismenn kommúnismans hefðu beðist afsökunar þegar járntjaldið féll. Hann spurði hvort fylgismönnum frjálshyggjunar væri fyrirmunað að gera slíkt hið sama.

Einar Már Guðmundsson rithöfundur sagði nauðsynlegt að endurvekja sjálfstæðisbaráttuna, rómantíkina og menningarafrekin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert