Undirskriftir gegn niðurrifi húsa

Tillaga að nýjum Listaháskóla á Frakkastígsreit.
Tillaga að nýjum Listaháskóla á Frakkastígsreit. +Arkitektar

Magnús Skúlason, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, færði Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs Reykjavíkur, lista sl. föstudag með undirskriftum 330 íbúa sem mótmæla fyrirhugaðri byggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg og niðurrifi gamalla húsa.

Undirskriftunum var safnað á tæplega þriggja vikna tímabili í september síðastliðinn, að því er segir í fréttatilkynningu frá stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar.

Söfnun undirskrifta var hætt þegar aðstæður breyttust skyndilega í þjóðfélaginu, aðallega vegna þess að ólíklegt þótti að ráðist yrði í fyrrnefndar framkvæmdir í nánustu framtíð.

Ef ákveðið verður að halda áfram með byggingu skólans í óbreyttri mynd má búast við að söfnun undirskrifta verði einnig haldið áfram. Í samþykkt stjórnar íbúasamtakanna frá því um síðustu helgi segir að tillagan sem nú liggi fyrir fari langt fram úr skipulagsmálum hvað varði fermetrafjölda og hæðir.

Tillagan gangi jafnframt gegn áherslum borgaryfirvalda um að viðhalda sögulegu umhverfi og sérkennum Laugavegar sem mikilvægum þætti í að auka aðdráttarafl hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert