Fleyting krónunnar gekk framar vonum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að það hafi gengið framar vonum í dag að þegar krónan var sett á flot á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar styrktist um rúm 8 prósent á millibankamarkaði, sem opnaður var í dag í fyrsta skipti eftir bankahrunið.

Geir sagði við fréttamenn síðdegis, að þetta gæfi fyrirheit um að þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um endurreisn gjaldeyrismarkaðar, muni ganga eftir. Með styrkingu krónunnar muni draga úr verðbólgu og stöðugleiki komast á gjaldeyrismarkað.

Geir sagði, að hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Seðlabankinn hafi haldið því fram, að gengi krónunnar væri allt of lágt og markaðurinn virtist vera á sömu skoðun. Hann sagði, að gjaldeyrir hefði í dag skilað sér inn á markað í meiri mæli en út og því hafi gengið styrkst.

Fram kom einnig hjá Geir, að frumvarp um lækkun launa æðstu embættismanna þjóðarinnar, verði lagt fram í ríkisstjórn í fyrramálið og væntanlega á Alþingi í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert