Harma lok svæðisútsendinga RÚV

Ákvörðun Páls Magnússonar, útvarpsstjóra um að hætta svæðisbundnum útsendingum Ríkisútvarpsins …
Ákvörðun Páls Magnússonar, útvarpsstjóra um að hætta svæðisbundnum útsendingum Ríkisútvarpsins mætir mikilli andstöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Stéttarfélög í Alþýðuhúsinu á Akureyri lýsa yfir miklum áhyggjum og harma mjög að hætta skuli útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri og annarra svæðisstöðva. Félögin skora á útvarpsstjóra, menntamálaráðherra og ríkisstjórnina alla að draga þessa ákvörðun strax til baka og finna aðrar leiðir til að draga úr rekstrarkostnaði.

Í ályktun stéttarfélaganna segir að stöðvarnar hafi gengt mjög mikilvægu menningar- og samfélagslegu hlutverki. Landsbyggðin verði sífellt minna áberandi í fjölmiðlum og því sé mikilvægt að standa vörð um þessar svæðisstöðvar og halda starfsseminni óbreyttri þannig að þær geti áfram þjónað svæðum þar sem þær gegna lykilhlutverki.

Þá segir að slæmt sé þegar opinber aðili leggi niður störf í þessum mæli við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.

Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu eru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Rafvirkjafélag Norðurlands, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyri og nágrennis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert