Engin gögn um skuldbindingar vegna IMF

Engin íslensk gögn eru til um skuldbindingar Íslands vegna lántöku frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í dag. Þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði falið að leiða samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til lykta er til umræðu.

Meirihluti utanríkismálanefndar leggur til að ályktunin verði samþykkt óbreytt en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír í nefndinni skila hver sínu áliti.
Magnús Stefánsson, Framsókn, segir skynsamlegt að leita til sjóðsins en að stjórnvöld hafi staðið illa að málum og sniðgengið Alþingi. Hann ætlar því að sitja hjá.
Steingrímur er ósáttur við takmarkaðar upplýsingar um hvernig staðið verði að málum í framtíðinni varðandi þá skuldabyrði sem lögð er á herðar íslenskra skattgreiðenda.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vísar ábyrgðinni á ríkisstjórnina og segir mikla áhættu tekna um framtíð Íslands og að gengist sé undir það að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi framkvæmd efnahagsstefnunnar að miklu leyti á sínu valdi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert