Aukið verði við þorskkvótann og útsendingar útvarps verði ekki skertar

Sjómannafélag Íslands vil beina þeim óskum til stjórnvalda að auka nú þegar við þorskkvótann um 30 til 40 þúsund tonn á yfirstandandi kvótaári. „Því oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir í ályktun frá stjórn félagsins.

Einnig vill félagið koma því á framfæri við menntamálaráðherra að öll skerðing á útsendingum útvarps og sjónvarps bitnar mest á sjómönnum á hafi úti.

Þá skorar Sjómannafélagið á íslensk fyrirtæki, stóriðjuver (álver) að þau notist eingöngu við farmskip í reglubundnum áætlunarsiglingum til og frá landinu mönnuðum íslenskum farmönnum. „Með því væri verið að skapa tugi starfa til sjós og ættu ráðamenn að ljá þessu lið því ekki veitir af.“

Þá segir félagið að nú sé ljóst að enn og aftur sé sjávarútvegur sú atvinnugrein sem treysta þurfi á eftir fjármálakreppuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert