Veður til að mótmæla

 

Vörubílstjórar með Sturlu Jónsson í fararbroddi mótmæltu harkalegum innheimtuaðgerðum í höfuðstöðvum Lýsingar klukkan tíu. Bílstjórarnir sögðu aðgerðir fyrirtækisins ósanngjarnar og dæmin sýndu að bílstjórar hefðu verið rukkaðir upp að einni milljón fyrir bílaviðgerðir, til viðbótar því að bílarnir hefðu verið teknir af þeim. Slíkt sé ekki hægt að sætta sig við.

 Bílstjórarnir voru ekki þeir einu sem voru í skapi til að mótmæla í morgun. Hópur ungs fólks safnaðist saman á Arnarhóli en þau boð höfðu verið látin út ganga að nú væri komin tími til ekki svo ýkja friðsamlegra mótmæla. Lögreglan var á næstu grösum og öryggisverðir og mótmælendur töldu sig hafa séð bíl sérsveitarinnar sem gengur nú undir nafninu óeirðalögreglan. Mótmælendur hurfu því út í buskann og ekki er vitað hvort aðgerðum dagsins var frestað eða þær hreinlega slegnar af.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert