Launin lækkuð hjá LSR

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, ákvað á fundi sínum í gær að lækka laun stjórnarmanna og æðstu stjórnenda sjóðsins um 10%. LSR fylgir þar með í fótspor Gildis lífeyrissjóðs sem fyrir nokkru ákvað sömu lækkun. Með þessu gætu t.d. árslaun framkvæmdastjóra LSR lækkað úr 19,8 milljónum í 17,8 milljónir kr.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að stjórnir stærstu lífeyrissjóðanna væru að áforma launalækkanir. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur saman til fundar á morgun, föstudag, og stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins fundar 17. desember. Miðað við það sem á undan er gengið er ljóst að þar verður hið minnsta 10% lækkun ákveðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert