Vill lækka laun ríkisforstjóra

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir  að launaumhverfið hjá ríkinu sé breytt. Fyrirtæki  og stofnanir sem áður hafi keppt á samkeppnismarkaði og jafnvel alþjóðlegum grundvelli  geri það ekki lengur. Þau séu hluti af opinbera kerfinu og launakjörin hljóti að taka mið af því.

Ofurlaun eða háar tekjur stjórnenda ríkisfyrirtækja, hlutafélaga í eigu ríkisins og fyrirtækja sem hafa nýlega fallið ríkinu í skaut svo sem bankana hafa mikið verið í umræðunni. Ekki liggur fyrir hversu mikið myndi sparast ef farið yrði að tillögu Helga Hjörvars alþingismanns sem hefur lagt til að enginn slíkur stjórnandi hafi hærri laun en forsætisráðherra sem er hálfdrættingur á við marga forstjóra í dag. Árni M. Mathisen segir að  málið verði örugglega skoðað . Ekki sé hægt að segja til um hversu langt verði gengið en það verði breytingar í þá áttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert