Stekkjarstaur kominn til byggða

Stekkjarstaur heimsótti Þjóðminjasafnið í morgun
Stekkjarstaur heimsótti Þjóðminjasafnið í morgun mbl.is/Árni Sæberg

Stekkjarstaur er fyrstur jólasveinanna til þess að koma til byggða fyrir þessi jól líkt og endranær. Hann kom við í Þjóðminjasafninu í morgun og heilsaði upp á hóp barna sem tóku Sveinka vel. Á morgun mun Giljagaur koma við í Þjóðminjasafninu klukkan 11 og verður eflaust vel tekið líkt og Stekkjarstaur í morgun.

Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur.

Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir. Jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið á hverjum degi síðustu þrettán dagana fyrir jól, einn í einu. Þá eru þeir klæddir þjóðlegu fötunum sínum og reyna að krækja sér í það sem þá langar helst í. Þessir hrekkjóttu pörupiltar eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en finnst gott að koma í Þjóðminjasafnið því þar er svo mikið af gömlum munum.

Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
- þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.

Sjá nánar á vef Þjóðminjasafnsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert