Dómsmálaráðherra: Hvers vegna birtir SA ekki niðurstöðu könnunar?

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

Björn Bjarnson, dómsmálaráðherra veltir því fyrir sér á vef sínum hvers vegna Samtök atvinnulífsins birti ekki niðurstöðu könnunar þar sem félagsmenn samtakanna eru spurðir um áhuga á aðild að Evrópusambandinu.

„Samtök atvinnulífsins hafa gert könnun meðal félagsmanna sinna og spurt um áhuga á aðild að ESB. Mér er sagt, að 43% hafi verið hlynntir, 40% andvígir og 17% óvissir. Hvers vegna skyldi niðurstaðan ekki birt?," að því er segir á vef Björns Bjarnasonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert