Frétt um álver ekki allskostar rétt

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að frétt, sem birtist í Fréttablaðinu í dag um að Rio Tinto Alcan hefði tilkynnt honum að hætt hefði verið við stækkun álversins í Straumsvík, væri ekki allskostar rétt.

„Til dæmis er þar vísað í samtal sem ég átti við forustukonu Alcan í Kanada, Jacynthe Côté, og úr því samtali er haft, að hún hafi tilkynnt mér það að fyrirtækið hafi hætt við tiltekin áform. Það er hugsanlegt að enskukunnátta mín sé svona slök en ég skildi ekki samtalið á þann veg og þessar upplýsingar voru ekki bornar undir mig til staðfestingar þannig að þær hafa þá með einhverjum öðrum hætti komist á flot," sagði Össur.

Fréttablaðið sagði, að Côté hefði tilkynnt Össuri að ekkert yrði af fjörutíu þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirtækið hefur haft áform um  að stækka álverið á næsta ári innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi Hafnarfjarðar. Framleiðslugeta álversins átti þannig að fara úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund tonn. ´

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert