Vilja bæta aðstöðu fyrir listamenn

Kjarvalsstaðir.
Kjarvalsstaðir. Morgunblaðið/ Þorkell

Ein af lykilforsendum þess að listalíf blómstri í Reykjavíkurborg er að hentug vinnu- og sýningaraðstaða fyrir yngri sem eldri listamenn á viðráðanlegum kjörum sé fyrir hendi. Mikilvægt er einnig að  tekið sé tillit til þess í styrkveitingum borgarinnar að landamæri milli listforma og menningarheima hafa opnast og að stöðugt koma fram nýjar tjáningarleiðir í listum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að menningarstefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2009-2012.

Þar kemur fram að mikilvægt sé að verkefnið Kvikmyndaborgin Reykjavík verði stutt og eflt.

Drögin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert