Fæðisgjald í grunnskólum Kópavogs hækkað

mbl.is/Brynjar Gauti

Vegna verðhækkunar á aðföngum verður gjald á skólamáltíð í grunnskólum Kópavogs fært úr 235 krónum í 280 krónur frá og með 1. janúar 2009. Ákvörðun þessa efnis var tekin við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar á bæjarstjórnarfundi föstudaginn 19. desember sl.

Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að gjaldið hafi verið lækkað úr 250 krónum í 235 krónur í mars 2007 í samræmi við virðisaukaskattsbreytingu á matvöru og varð þá með því lægsta á landinu.

Gjaldhækkunin nú nemur 19,1% til samanburðar við 24,6% hækkun neyslusverðsvísitölu frá sama tíma og 27,6% hækkun vísitölu búvöru og grænmetis.
 
Fæðisgjald í leikskólum hækkar um 500 krónur á mánuði 1. janúar næstkomandi eða sem nemur 8,9% fyrir fullt fæði, fulla viðveru og án afsláttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert