Kærleikslausar kauphallir?

Þeim var vísað út úr verslunarmiðstöðvum fyrir faðmlög sín í …
Þeim var vísað út úr verslunarmiðstöðvum fyrir faðmlög sín í gær Árni Sæberg

Þau fengu óblíðar viðtökur hjá öryggisvörðum bæði í Kringlunni og Smáralindinni, krakkarnir sem buðu gangandi vegfarendum faðmlag í gær.

Þau Mariusz Rebisz og Íris Lea Þorsteinsdóttir, nemendur í Akurskóla í Innri-Njarðvík, mættu í verslunarmiðstöðvarnar með það í huga að veita fólki smá hlýju í jólastressinu. Á báðum stöðum urðu þau hins vegar frá að hverfa.

„Það er greinilega ekki alls staðar pláss fyrir manngæsku,“ segir Styrmir Barkarson, kennari krakkanna, sem var með þeim í för. „Þetta var þeirra hugmynd og þau vildu leggja sitt af mörkum á aðventunni til að gleðja fólk.“ Hann segir viðbrögð almennings þó hafa verið góð. „Við erum búin að vera að faðma fólk í gríð og erg. Þó að það þiggi ekki allir faðmlagið þá brosir fólk við að sjá þetta og brosir síðan enn breiðar ef það þiggur faðmlagið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert