Tekur við Umboðsmanni

Róbert Spanó
Róbert Spanó mbl.is

Forsætisnefnd Alþingis hefur farið þess á leit við Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, að hann gegni embætti Umboðsmanns Alþingis á meðan Tryggvi Gunnarsson starfar í rannsóknarnefnd um bankahrunið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Róbert verða við þessari umleitan forsætisnefndar, en formlegt skipunarbréf hefur ekki verið gefið út enn.

Mun Róbert taka við embætti Umboðsmanns hinn 1. janúar næstkomandi og gegna starfinu þar til Tryggvi hefur lokið nefndarstörfum sínum, eins og áður segir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert