Engu breytt fyrir áramót

Breytingar verða ekki gerðar á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar fyrir áramót og að öllum líkindum ekki fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Kom þetta fram í máli bæði Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Breytingar á ríkisstjórninni eru þó ekki útilokaðar á nýju ári að því er greint var frá í fréttum ríkisútvarpsins.

Segir Ingibjörg eðlilegt að ríkisstjórnarflokkarnir séu samferða í uppstokkunarferlinu – sé á annað borð um að ræða einhverjar breytingar sem máli skipti. Hún hafi áskilið sér, strax við stjórnarmyndun, þann rétt að gera breytingar á ráðherraskipan Samfylkingarinnar og sá áskilnaður standi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert