Kristján Arason hættir hjá Kaupþingi

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, tilkynnti í dag að hann ætlaði að láta af störfum hjá Kaupþingi sem framkvæmdastjóri viðskiptasviðs bankans. „Hann átti frumkvæði að þessu sjálfur. Hann taldi að með þessu myndi hann leggja sitt af mörkum til þess að skapa ró og frið um framtíð bankans. Ég virði það mikils,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings.

Kristján hefur iðulega verið í umræðunni í kjölfar bankahrunsins en fram hefur komið að hann er einn þeirra sem eru í skuld við bankann vegna kaupa á hlutabréfa í honum.

Kristján var einn þeirra lykilstjórnenda Kaupþings sem fengið höfðu lán til hlutabréfakaupanna hjá bankanum. Kristján er fjórði framkvæmdastjórinn sem lætur af störfum hjá Kaupþingi en þrír hættu nú rétt fyrir áramótin. Einnig létu þá af störfum tveir starfsmenn sem höfðu haft samskipti við fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert