Kosið um tvö framboð á aðalfundi VR

Kosningareglur VR þykja flókin lesning.
Kosningareglur VR þykja flókin lesning. mbl.is/Kristinn

Hallarbyltingu þarf til að setja fram mótframboð gegn lista þeim sem uppstillingarnefnd VR stillir fram á nýársfundi sínum 12. janúar nk. Þetta þýðir, að sögn Ágústs  Guðbjartssonar, sölumanns hjá Þ. Þorgrímssyni, sem býður sig fram í stjórn félagsins, að bjóða þarf fram formann, stjórnarmenn, varamenn og 82 trúnaðarmenn.

Seinni hluta desembermánaðar  fékk Ágúst Teit Lárusson, sem fer með kjaramál hjá VR, til að fara yfir kosningareglur VR með sér, en þær eru að hans sögn flókin lestur. Ágúst segir nokkra óvissu hafa ríkt um reglurnar en VR starfsmennirnir þrír sem að fundinum komu hafi komist að þessari niðurstöðu.  

„Nái þannig  einhver einstaklingur ekki kjöri á nýársfundinum þá getur sá hinn sami óskað eftir allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu,“ segir Ágúst. „Sé hins vegar enginn ágreiningur á nýjársfundi þá er þetta listi uppstillingarnefndar og þá skal auglýst í fjölmiðlum eftir mótframboði við lista nefndarinnar.“

Tvær vikur séu gefnar frá auglýsingunni fyrir mótframboð að koma fram og síðan tvær vikur í viðbót til kosningabaráttu. „Um þessi tvö framboð skal svo kosið um á aðalfundi VR,“ segir Ágúst sem kveðst hafa fundið sig knúinn til að koma fram með leiðréttingu vegna yfirlýsingarinnar sem stjórn VR sendi frá sér í gær.  

Nú sé því kosið um formann, þrjá aðalmenn og þrjá varamenn í einstaklingskosningu og svo fjögurra manna lista sem uppstillingarnefnd VR setji fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert