Vonlaust dómsmál gegn Bretum

Ríkisstjórnin hefur enga möguleika á því að vinna dómsmál gegn Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem ríkisstjórnin lét vinna og  liggur til grundvallar Þeirri ákvörðun að hætta við málsókn í Bretlandi. Að sama skapi var Landsbankinn ekki talinn eiga neina vinningsmöguleika í slíku dómsmáli. 

Ríkisstjórnin hrfir nú  til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og vonast eftir því að fá viðurkenningu á því þar að íslenska þjóðin hafi verið órétti beitt.

Geir H. Haarde segir dómsmál Kaupþings í Bretlandi sem ríkistjórnin ætlar að styðja við bakið á stóra málið núna.  Hann segir ríkisstjórnina enn eindregið þeirrar skoðunar að aðgerðir breskra stjórnvalda hafi verið rangar og óréttmætar og hefur með formlegum hætti óskað eftir því við bresk stjórnvöld að kyrrsetningunni verði aflétt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert