Eins og maður hafi verið skotinn

Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra ...
Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar í dag. mbl.is/Golli

„Það er eins og maður hafi verið skotinn loksins þegar gjörningurinn er kynntur, það er að segja áætlunin um að leggja St. Jósefsspítala niður í heild sinni,“ segir  Sveinn G. Einarsson, yfirlæknir svæfingadeildar spítalans um þá breytingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra  hefur kynnt en hann ætlar að fela spítalanum hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna.

Sérfræðingum og fagfólki sem gert hafa skurðaðgerðir á St. Jósefsspítala verður boðin aðild að því að byggja upp skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum. Meltingasjúkdóma- og lyflækningadeild verður tengd starfsemi Landspítalans og reynsla af göngudeildarstarfsemi St. Jósefsspítala þróuð með sérfræðingum þaðan.

Sveinn segir starfsfólkið alveg gáttað á vinnubrögðum ráðherra og vera alveg miður sín. „Starfsfólkið er líka alveg gáttað á þessari leynd sem hvílt hefur yfir þessu. Það sér heldur ekkert hagræði í þessum breytingum. “

Hópur starfsmanna spítalans beið fyrir utan þegar ráðherra fundaði með fréttamönnum og að loknum fundinum bauðst hann til þess að funda með þeim á spítalanum á morgun.

Heilbrigðisráðherra hyggst ná fram hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið.  Meðal þess sem kynnt hefur verið er yfirtaka Landspítalans á skurðstofurekstri á Selfossi auk þess sem vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af.

Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu sjúkrahússins á Akureyri sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi.

Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði. Auka á frekar samstarf Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkrahússins á Akureyri.

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samningi sem er í gildi milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðisráðuneytisins.

Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að breytingarnar hafi verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana.

Gunnar Kristinn Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, kveðst ekkert vita um hvað sameiningin við Heilbrigðisstofnun Suðurlands felur í sér. „Mér hefur ekki verið greint frá því. Um mögulegan atvinnumissi starfsfólks segir hann: „Það er verið að sameina með sparnað fyrir augum og 75 til 80 prósent útgjalda hér eru launakostnaður. Það segir sitt.“

Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir jafnframt að á næstu dögum verði unnið með stjórnendum stofnananna að útfærslu breytinganna hvað varði tilfærslur verkefna og starfsfólks. Vinnuhópar eigi að skila útfærslu sinni til ráðherra fyrir 19. janúar.

Stefnt er að því að sameiningin taki formlega gildi 1. mars næstkomandi.

mbl.is

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
A2B Verktakar
Erum með faglærða aðila í öllum iðngreinum, ertu að flytja og vantar iðnarmann ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...