Eins og maður hafi verið skotinn

Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra ...
Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar í dag. mbl.is/Golli

„Það er eins og maður hafi verið skotinn loksins þegar gjörningurinn er kynntur, það er að segja áætlunin um að leggja St. Jósefsspítala niður í heild sinni,“ segir  Sveinn G. Einarsson, yfirlæknir svæfingadeildar spítalans um þá breytingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra  hefur kynnt en hann ætlar að fela spítalanum hlutverk á sviði öldrunarlækninga og hvíldarinnlagna.

Sérfræðingum og fagfólki sem gert hafa skurðaðgerðir á St. Jósefsspítala verður boðin aðild að því að byggja upp skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum. Meltingasjúkdóma- og lyflækningadeild verður tengd starfsemi Landspítalans og reynsla af göngudeildarstarfsemi St. Jósefsspítala þróuð með sérfræðingum þaðan.

Sveinn segir starfsfólkið alveg gáttað á vinnubrögðum ráðherra og vera alveg miður sín. „Starfsfólkið er líka alveg gáttað á þessari leynd sem hvílt hefur yfir þessu. Það sér heldur ekkert hagræði í þessum breytingum. “

Hópur starfsmanna spítalans beið fyrir utan þegar ráðherra fundaði með fréttamönnum og að loknum fundinum bauðst hann til þess að funda með þeim á spítalanum á morgun.

Heilbrigðisráðherra hyggst ná fram hagræðingu í rekstri heilbrigðisstofnana víðsvegar um landið.  Meðal þess sem kynnt hefur verið er yfirtaka Landspítalans á skurðstofurekstri á Selfossi auk þess sem vaktir á skurðstofum á Selfossi og í Keflavík verða lagðar af.

Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Norðurlandi verða sameinaðar í eina undir forystu sjúkrahússins á Akureyri sem verður Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi verða sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi.

Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði sameinast Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem hefur höfuðstöðvar á Ísafirði. Auka á frekar samstarf Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkrahússins á Akureyri.

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verður sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem jafnframt tekur við umsjón með samningi sem er í gildi milli Heilbrigðisstofnunarinnar á Höfn í Hornafirði og heilbrigðisráðuneytisins.

Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að breytingarnar hafi verið unnar í samráði við stjórnendur stofnananna sem þær taka til og meginmarkmið þeirra kynnt starfsmönnum viðkomandi stofnana.

Gunnar Kristinn Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, kveðst ekkert vita um hvað sameiningin við Heilbrigðisstofnun Suðurlands felur í sér. „Mér hefur ekki verið greint frá því. Um mögulegan atvinnumissi starfsfólks segir hann: „Það er verið að sameina með sparnað fyrir augum og 75 til 80 prósent útgjalda hér eru launakostnaður. Það segir sitt.“

Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir jafnframt að á næstu dögum verði unnið með stjórnendum stofnananna að útfærslu breytinganna hvað varði tilfærslur verkefna og starfsfólks. Vinnuhópar eigi að skila útfærslu sinni til ráðherra fyrir 19. janúar.

Stefnt er að því að sameiningin taki formlega gildi 1. mars næstkomandi.

mbl.is

Innlent »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...