„Það er ekkert heilagt“

Landspítalinn í Fossvogi
Landspítalinn í Fossvogi mbl.is/ÞÖK

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir þá ákvörðun Landspítalans að segja upp öllum starfsmönnum í ræstingu sem starfa í Fossvogi, vekja ugg meðal starfsmanna sjúkrahússins í ræstingu. Uppsagnirnar taka gildi frá 1. maí nk.

„Það er ekki verið að leggja störfin niður, heldur á að bjóða þau út á Evrópska efnahagssvæðinu með hagræðingu í huga. Skilaboðin eru alveg skýr,“ segir Sigurður í frétt á vefsíðu stéttarfélgsins. „Það er ekkert heilagt í þessu efni, hvorki mikilvæg þrif á LSH eða önnur störf þar. Fram kom á fundi með starfsmönnum að þeir eru óánægðir með að ríkisstofnun skuli ganga á undan með uppsögnum nauðsynlegra starfa í því atvinnuástandi sem nú ríkir,“ segir þar.

Flestir starfsmennirnir eru erlendir þar á meðal frá Póllandi, Portúgal, Spáni og fleiri löndum. Þá eru nokkrir Íslendingar í hópnum. Af hálfu LSH hefur það komið fram að spítalinn mun leitast við að þessi hópur fái forgang í þau störf sem losna annars staðar á LSH

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka