Afhenda uppsagnabréf

Uppsagnarbréf afhent á skrifstofu ríkisspítalanna
Uppsagnarbréf afhent á skrifstofu ríkisspítalanna mbl.is/Júlíus

Fámennur hópur hittist í hádeginu í dag og fór á skrifstofu ríkisspítalanna þar sem uppsagnarbréf Guðmundar Klemenzsonar var afhent. Er fólkið nú á leið í Seðlabanka Íslands þar sem hann mun afhenda uppsagnabréf Ólafs Klemenzsonar. Er þetta gert vegna aðgerða þeirra gegn mótmælendum á gamlársdag.

Það vakti athygli á gamlársdag að tveir menn, bræðurnir Guðmundur og Ólafur, gengu um meðal mótmælenda og eins og sást í myndskeiði Mbl sjónvarps frá mótmælum fyrir utan Hótel Borg.

Í tilkynningu frá þeim sem afhentu uppsagnarbréfin kemur fram að einnig verður farið á skrifstofu Neytendasamtakanna og þess krafist að Ólafi verði vikið úr stjórn samtakanna.  

Frá Seðlabanka Íslands nú í hádeginu
Frá Seðlabanka Íslands nú í hádeginu mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert