Slysatilkynning reyndist gabb

Hringt var til Neyðarlínunnar síðdegis á laugardag og tilkynnt um bílveltu á Eyrarbakkavegi við veitingahúsið Hafið bláa. Jafnframt var sagt að fólk væri slasað. Við þessu var brugðist með því að senda tvo sjúkrabíla og einn lögreglubíl í forgangi á vettvang.

Síðar kom í ljós að um gabb var að ræða. Lögreglan á Selfossi segir, að óþekktur karlmaður hafi hringt í konu og beðið hana um að hringja og tilkynna um slysið. Konan, sem þekkti ekki þann sem hringdi, var með öllu grunlaus og hafði enga ástæðu til að véfengja karlmanninn.

Lögreglan segir málið í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert