Kasta skóm í gullkálfinn

Frá Dimmuborgum í Mývatnssveit
Frá Dimmuborgum í Mývatnssveit Mbl.is/Brynjar Gauti

Það hafa víða verið boðuð mótmæli á morgun. Meðal annars í Dimmuborgum í Mývatnssveit þar sem hópur fólks ætlar að koma saman klukkan 15:00 á morgun og kasta gúmmískóm í gullkálfinn, táknmynd auðs, spillingar og valda og hann hrakinn á brott. Að þessu loknu verður þagnarstaða í 10 mínútur, að því er segir í tilkynningu.

Þrír ræðumenn verða á mótmælafundi við Ráðhús Selfoss á morgun  laugardag, kl. 13. Þetta er fyrsti laugardagsfundurinn en fyrr hafa verið haldnir fundir í miðri viku við Landsbankann. Ræðumenn núna verða þau Rosmary Þorleifsdóttir formaður SSK og bóndi í Geldingaholti vestara, Ragnhildur Sigurðardóttir fræðimaður í Stokkseyrarseli og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðandi á Selfossi.

Á Akureyri verður niðurskurði í menntakerfinu mótmælt klukkan 15:00 en gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg.
  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert