Gleðin er við völd í Washington

„Það fór um mann gæsahúð, og ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun,“ segir Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms, sem var viðstaddur embættistöku Barack Obama í Washington í dag. Hann segir mikla gleði ríkja í borginni þrátt fyrir kulda.

Hann segir í samtali við mbl.is að það hafi verið mjög áhrifaríkt að fylgjast með öllu fólkinu sem heimsótti borgina í þeim tilgangi að verða vitni að sögulegum atburði. 

„Það er svo mikil gleði, ánægja og vinátta,“ segir Baldvin.

„Það sem maður heyrir strax á fólki hérna er það að þessi fjölskylda [Obama fjölskyldan] er svo mannleg. Hún er búin að átta sig á því að stjórnmál snúast um fólk,“ segir hann.

Gífurleg öryggisgæsla er í borginni og mikill mannfjöldi. Að sögn Baldvins gekk allt vel þrátt fyrir að menn hafi verið lengur að komast á milli staða. „En það er svo skemmtilegt því það er svo mikil nálægð. Allir eru í svo góðu skapi og að syngja. Þetta er einhver skemmtilegasta upplifun sem við höfum átt hér,“ segir Baldvin í samtali við mbl.is.

Mikil stemning var í Washington dag þegar Obama sór embættiseið …
Mikil stemning var í Washington dag þegar Obama sór embættiseið sem forseti, fyrstur þeldökkra. Reuters
Baldvin Jónsson.
Baldvin Jónsson. mbl.is/Sverrir
Gleðin er allsráðandi í höfuðborg Bandaríkjanna í dag.
Gleðin er allsráðandi í höfuðborg Bandaríkjanna í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert