Samið um 100 milljóna króna fjármögnun tónlistarvefjar

.
. Reuters

Fjárfestingarfélag, sem er í 90% eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og 10% eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, gekk í gær frá samningum um 100 milljóna fjármögnun sprotafyrirtækisins gogoyoko.

Fyrirtækið hefur þróað „samfélagslegan tónlistarvef“ sem hefur að markmiði að gera rétthöfum tónlistar mögulegt að selja og kynna tónlist sína milliliðalaust á alþjóðamarkaði. Góðgerðarmál skipa sess á síðunni en tónlistarfólki gefst kostur á að láta 10% af sölu sinni renna til góðgerðarsamtaka, auk þess sem gogoyoko gefur 10% af auglýsingahagnaði.

Gogoyoko var stofnað í nóvember árið 2007. Starfsmenn eru 24, þar af 12 í höfuðstöðvunum í Reykjavík, 10 sem starfa við hugbúnaðargerð á Indlandi og tveir í Þýskalandi. Beta-útgáfa vefjarins fór í loftið í síðustu viku og hefur ýmsum tónlistarmönnum þegar verið boðinn aðgangur. Stefnt er að því að opna allar gáttir vefjarins í apríl. Fjármögnunin eykur samkeppnishæfni gogoyoko og greiðir fyrir innkomu þess á alþjóðlegan markað, að sögn Hauks Davíðs Magnússonar framkvæmdastjóra.

Þetta er fyrsta fjárfesting Nýsköpunarsjóðs á árinu, að sögn Finnboga Jónssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert