70 milljónir til atvinnuleikhópa

Hafnarfjarðarleikhúsið
Hafnarfjarðarleikhúsið

Leiklistarráð úthlutaði í dag 70 milljóna króna styrkjum til atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð fær Hafnarfjarðarleikhúsið 20 milljónir króna samkvæmt samningi. Til annarra atvinnuleikhópa renna samtals 45,2 milljónir króna. Þá fá sjálfstæðu leikhúsin 5 milljónir króna til reksturs skrifstofu.

Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst 1 umsókn um samstarfssamning.


Styrkir til atvinnuleikhópa 2009

Steinunn Knútsdóttir o.fl. 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.

Pars Pro Toto / Lára Stefánsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.

Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.

Opið út / Charlotte Böving o.fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Vatnið.

Sjónlist / Pálína Jónsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Völva.

Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o. fl. 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.

Sögusvuntan / Hallveig Thorlacius o. fl. 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.

GRAL / Grindvíska atvinnuleikhúsið / Guðmundur Brynjólfsson o. fl. 4 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Horn á höfði.

Evrópa kvikmyndir-Vesturport / Gísli Örn Garðarsson o. fl. 8 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Faust.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.

Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert