Þríeykið þingar

Hugsanlegt er að ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG, með stuðningi Framsóknarflokks, líti ekki dagsins ljós fyrr en eftir helgi. Framsóknarmenn eru sagðir vilja taka lengri tíma til að skoða þann málefnasamning sem fyrir liggur um samstarf Samfylkingar og VG.

Þingflokkur framsóknar þingaði síðdegis en að þeim fundi loknum settust Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á rökstóla.

Boðað hafði verið til þingflokksfundar hjá VG klukkan 10 í fyrramálið og þá hafði flokkstjórnarfundur Samfylkingar verið boðaður klukkan 11. Óvíst er að af þeim fundum verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert