Ekki hefðbundin stefnuræða

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að hún myndi gera sitt besta til að ljúka við þá ræðu, sem hún myndi flytja í kvöld, svo þingmenn geti fengið hana í heldur áður en þingfundur hefst klukkan 19:50 í kvöld.

Samkvæmt dagskrá Alþingis mun Jóhanna ekki flytja eiginlega stefnuræðu heldur skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði  á Alþingi í dag að það ylli vonbrigðum að skýrslu forsætisráðherra hefði ekki verið dreift. Jóhanna sagðist hafa verið upplýst um að hún þyrfti ekki leggja fram ræðuna fyrirfram þar sem ekki væri um að ræða hefðbundna stefnuræðu, sem venjulega er flutt að hausti. Hins vegar myndu hún reyna að verða við óskum þingmanna um að ræðan liggi fyrir áður en umræðan hefst.

Ræðumenn Samfylkingarinnar í umræðunum í kvöld verða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ásta R. Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra og Helgi Hjörvar.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,  Einar K. Guðfinnsson og Björn Bjarnason.

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson.

Fyrir Framsóknarflokk tala Birkir J. Jónsson, Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala Guðjón A. Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson og Grétar Mar Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert